Banner

föstudagur 1. ágúst 2014   
Heim
Skráning
Dagskrá
Myndir
Gestabók
Upplýsingar
Edri fréttir

Linkar
Hornafjörður
Þórbergur Þórðarson
Skaftfellingafélagið
Eystrahorn-blaðið
 

Þrítugasta og sjötta þorrablót Hornfirðinga
verður haldið 8.feb 2014
í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi

      Velkomin á heimasíðu Þorrablótsnefndar 2014

5. feb 2014
Hornafjarðarmanni

5. feb 2014
Áríðandi tilkynning:
Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna

Íslandsmótið í Hornafjarðarmanna verður föstudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í Skaftfellingabúð Laugarvegi 178.

Útbreiðslustjóri

Humarinn
28. jan 2014
Upptökum loks lokið

Það er eitt og annað sem þorrablótsnefndirnar þurfa að stússast og taka að sér en hér er nefndin að ljúka við upptökur á skemmtiatriðum kvöldsins.  Það er greinilega mjög gaman hjá þeim eins og það verður hjá okkur hinum sem fáum að njóta þann 8. febrúar félagsheimilinu góða á Seltjarnarnesi.

Nefndin við lok á upptökum
26. jan 2014
Veislustjórinn 2014

Ólafur Páll Vignisson, lögmaður á Logos og veislustjóri, er þriggja barna faðir og er í sambúð með Þorbjörgu Ingu Þorsteinsdóttur. Hann er sonur Vignis Hjaltasonar og Önnu Egilsdóttur og er bróðir þeirra Egils Vignissonar og Hjalta Þórs Vignissonar.

Af dressinu að dæma þá ætti þetta ekki að verða leiðinlegt kvöld sem er í væntum þann 8. febrúar, kannski mætir bara kóngurinn sjálfur í allri sinn dýrð :)

Veislu-Kóngurinn
23. jan 2014
Heiðursgestirnir 2014
Heiðursgestirnir 2014 eru engin önnur en Björn Sigfinnson og Ester Þorvaldsdóttir.  Hlökkum til að heyra og sjá hvað þau hafa fram að færa en þau ættu að vera flestum rótgrónum Hornfirðingum kunn.
Bjössi og Ester
13. jan 2014
Ekki slegið slöku við.
"Við erum búinn að vera hittast síðan fyrir jól og erum komin með öll skemmtiatriði og erum að fara í hlóðupptökur næstu helgi"  sagði Börkur um störf nefndarinnar.

Það er er í nógu að stússast hjá nefndinni og það er ekki lasut við að tilhlökkunar sé farið að gæta að fá að sjá afraksturinn.

Allir að mæta á Seltjarnarnesið þann 8. febrúar næstkomandi það er deginum ljósara :)
Nefndin að störfum
Nefndin 2014 að störfum
13. jan 2014
Miðaverði haldið verulega í skefjum

Það er ótrúlegt en satt að miðaverðið er aðeins 7.000 kr - á þorrablótið, blót og ball.

Svo viljum við gefa fólki kost á að koma einungis á ballið og greiða fyrir það 1.500 kr -  við innganginn.

Þetta er aðeins hægt að gera með góðri samvinnu við Veisluna sem sér um matinn eins og vanalega, auk þess sem öll vinna og undirbúningur er unnin í sjálfboðavinnu.  Það er aðdáunarvert að vita til þess að þetta sé ennþá hægt að gera, svo ekki sé talað um að það eru Hornfirðingar sem gera það.
Logo
13.jan 2014
Skráning á þorrablótið 2014 er hafin
Skráningin fer fram hér á síðunni með því að fara í skáningarflipann og skrá þar nafn og fjölda miða.

Það er nauðsynlegt að skrá sig í tima þannig að fjöldi þeirra sem mæta sé þekktur þannig að allir fái nú nóg að borða.
 
12.jan 2014
Nefndin 2014 á fullu við undirbúning

Nefndin 2014 hefur hafið störf af fullum krafti og mun ekki láta deigan síga frekar en aðrar nefndir síðustu ára.  Það er verið að stefna á enn eitt eðal þorrablótið svo ekki láta ykkur vanta kæru Hornfirðingar og nærsveitungar.

Upplýsingar munu smám saman verða aðgengilegar hér á síðunni eins og undanfarin ár og hér skulu menn skrá sig á blótið.
Logoið

29. október 2011
Samskipta - bloggurinn!
Við viljum benda fólki á að skrá sig í gestabókina, láta vita af sér. Þar er hægt t.d. að senda áskoranir til fólks um að nota tækifærið og hittast á þorrablótinu. Eða bara að láta vita af sér og senda kveðju.
Endilega a
ð tjá sig hér, tjánig er ekki þjáning, eða þannig.